2. september 2007

Ragnarök


Á myndinni eru (frá vinstri) ég, Jón Arnar Magnússon og Stefán Andri Stefánsson.

Við eyddum einni stífri helgi í tökur á tónlistarmyndbandi við lagið Ragnarök með hljómsveitinni Thingtaki núna í vor. Thingtak er ný íslensk hljómsveit, meðlimir eru:

Hrafnkell Brimar Hallmundarson: Gítar/raddir,
Stefán Jakobsson: Söngur/bassi og
Sverrir Páll Snorrason: Trommur/slagverk.

Ég hitti Jón Arnar í gegnum dvoted og hann hjálpaði mér að einfalda handritið að myndbandinu, var myndatökumaður og leyfði mér að nota sína glæsilegu hdv tökuvél og tölvu með Final Cut Pro. Við leigðum fjóra rauðhausa (ljóskastara) hjá Saga film og fengum strák sem heitir Steinar til að vera ljósamaður. Hann hefur sjálfur gert um 30 stuttmyndir, miklu fleiri en ég hef sjálfur gert.
Ég og Hrafnkell mættum svo á skylmingaæfingu hjá víkingafélaginu Rimmugýgi og þeir tóku vel í það að leika í myndbandinu. Jóhannes, eigandi Fjörukrárinnar, sagði að auðvitað ættum við að taka myndbandið á Fjörukránni, þegar við spurðum um leyfi. Allir sem við töluðum við voru almennilegheitin uppmáluð og voru mjög spenntir fyrir verkefninu. Ég tók langan tíma í að klippa myndbandið því að ekkert lá á þar sem lagið er á plötu sem var gefin út á síðasta ári. Ég get með sanni sagt að þetta sé það langflottasta sem ég hef gert. Nú er ekkert annað eftir en að sýna myndbandið í sjónvarpi, og síðan mun ég auðvitað birta það hér.

2 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Flott færsla. Þú gætir kannski leyft okkur að sjá myndbandið í tíma...

Áhugaverðir linkar hjá þér. Margt sem ég vissi ekki af.

Svavar sagði...

Að sjálfsögðu, strax og tími gefst til.