Viðfangsefni heimildarmyndarinnar American Movie er Mark Borchardt, kvikmyndagerðarmaður af lífi og sál sem býr við aðstæður þar sem fólk rétt skrimtir á verkamannalaunum. Mark lifið með hausinn uppi í skýjunum og allt hans líf snýst um að gera kvikmyndina Northwestern á gamla 16mm Bolex vél, svo að aðrir þættir í lífi hans, svo sem konan hans og börnin tvö, eiga það til að verða útundan í hamaganginum.
Seigla Marks þegar á móti blæs er heillandi, því að hann heldur sinni stefnu ár eftir ár, sama hvað gengur á í einkalífinu, hvað sem þarf til að geta klárað kvikmyndina sína.
Mark tekst að sannfæra alla vini sína um að bjóða fram vinnu sína svo að draumur Marks geti ræst. Það er að ákveðnu leyti það sem leikstjóri þarf að gera, hann þarf að vera drífandi afl, sérstaklega þegar allir hinir eru við það að gefast upp. Eftir þriggja ára vinnu frumsýnir Mark Coven og sýnir að þolinmæðin borgar sig. Það skiptir ekki máli hversu langan tíma vinnslan tekur, ef maður er ánægður með útkomuna þá er allt baslið þess virði. Í fyrsta atriði myndarinnar birtist hinn hrumi frændi Marks, Bill Borchardt, og fer með setningu sem lýsir bröltinu í heild sinni, bæði vegna innihaldsins og vegna þess að það þurfti um þrjátíu tökur til að ná henni: "It's all right, it's okay, there's something to live for, Jesus told me so!"
Mark tekst að sannfæra alla vini sína um að bjóða fram vinnu sína svo að draumur Marks geti ræst. Það er að ákveðnu leyti það sem leikstjóri þarf að gera, hann þarf að vera drífandi afl, sérstaklega þegar allir hinir eru við það að gefast upp. Eftir þriggja ára vinnu frumsýnir Mark Coven og sýnir að þolinmæðin borgar sig. Það skiptir ekki máli hversu langan tíma vinnslan tekur, ef maður er ánægður með útkomuna þá er allt baslið þess virði. Í fyrsta atriði myndarinnar birtist hinn hrumi frændi Marks, Bill Borchardt, og fer með setningu sem lýsir bröltinu í heild sinni, bæði vegna innihaldsins og vegna þess að það þurfti um þrjátíu tökur til að ná henni: "It's all right, it's okay, there's something to live for, Jesus told me so!"
Þrátt fyrir að hafa alltaf efast um gróðamöguleika myndarinnar eftirlætur Bill Mark 50.000 dollara til að klára Northwestern, fyrstu alvörubíómynd Marks. Þar er lexían fyrir okkur hina: aðeins ef maður hefur ástríðu fyrir því sem maður er að gera getur maður gert eitthvað af viti, og fengið fólk í lið með sér.
Og Mark er ekki eins vitlaus og hann lítur út fyrir að vera, það sem maður fær að sjá úr myndunum hans er flott og hefur ákveðinn persónulegan stíl. Maður spyr sig hvort öðrum leikstjórum hefði nokkuð tekist betur til í þessum aðstæðum. Það vantar a.m.k. ekki atriði inn í eins og í sumum íslenskum ævintýramyndum(...), Mark leggur mikla áherslu á það. Frekar bíður hann eftir næsta tækifæri til að taka upp. Hann er enn að bíða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli