27. september 2007

Myndbandið frumsýnt

Gaman á settinu

Nú hefur biðin loksins borgað sig. Myndbandið Ragnarök var frumsýnt í Íslandi í dag mánudaginn 10. september og ég fékk að vita það með þriggja tíma fyrirvara, og var þá kominn í vinnuna eftir skóla. Sem betur fer fékk ég nú frí til að sjá um síðasta liðinn í myndbandsgerðinni, sem er að dreifa því og kynna það. Myndbandið má síns lítils ef enginn sér það. Hér má sjá viðtalið og myndbandið. Þeir klipptu aðeins aftan af myndbandinu í þættinum en það er í fullri lengd á Youtube.
Að mínu mati er tónlistarmyndbandið fegursta form auglýsinga. Það gegnir alltaf því hlutverki að kynna hljómsveitina og tónlist hennar, en myndbandið getur samt sem áður verið listaverk í sjálfu sér, og suðupottur margra skrýtinna og skemmtilegra hugmynda sem sjást ekki annars staðar.
Hljómsveitin Thingtak ætlar að halda frumsýningartónleika á Fjörukránni laugardaginn 29. september kl. 11 og þar verða allir víkingarnir í sínum fínustu skrautklæðum. Þið eruð auðvitað allir velkomnir, það verður rokkað á kránni!

1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Töff. Margt ansi vel gert og endirinn var rosa flottur.