Ég fór reiður út af þessari mynd. Það hefur komið fyrir að mér sé sama um aðalpersónuna en þessi maður fór virkilega í taugarnar á mér. Í bæklingnum stóð að myndin væri full af dásamlegum atriðum en annað kom á daginn.
Myndin fjallar um ónytjung sem hugsar ekki um annað en mat. Í byrjun sjáum við móður hans lemja hann með priki því hann nennir ekki að vinna. Hún sendir hann burt til að leita sér kvonfangs.
Fyrst kemur hann að þorpi þar sem allir þykjast vera sofandi vegna þess að það er eina leiðin til að komast hjá handtöku. Kúgunarstjórn landsins setur furðuleg lög og handtekur alla þá sem fara ekki eftir þeim. Maðurinn tekur þá til við að vekja allt þorpið vegna þess að hann er svangur. Hann fær að borða en svo koma svartstakkarnir og handtaka alla nema hann og stúlku sem flýr með honum.
Þau lenda í ýmiss konar klípum, m.a. að vera grafin lifandi (sjá mynd), en þá reynir hann að næla sér í epli frekar en að bjarga stúlkunni. Svona skilur hann eftir sig sviðna jörð hvar sem hann fer og ömurleikinn nær hámarki þegar hann sannfærir heilt þorp um að flýja ekki, heldur vera um kyrrt og berjast við svartstakkana. Þorpsbúar hafa yfir að ráða tréspjótum en svartstakkarnir aka um með byssur á mótorhjólum. Það fór eins og það fór.
Ég fann svo sannarlega ekki til samkenndar með eiginhagsmunaseggnum sem myndin fjallar um heldur var ég farinn að svartstakkarnir myndu handtaka hann svo að hann gerði ekkert fleira illt af sér. Hann færir ástandið sífellt úr öskunni í eldinn en slapp alltaf því hann hleypur svo hratt. Mér fannst myndin flott þangað til aðalpersónan opnaði munninn. Og talandi um að opna munninn þá glumdi í salnum þegar hann talaði í einu atriðinu, einnig voru "foley" hljóð hér og þar svo hátt stillt að þau voru óþægileg.
Þó hafði ég á tilfinningunni að þessi fáránlegu lög sem stjórnuðu hegðun þorpsbúanna væru ádeila á alræðisstjórnir en mér fannst hún heldur ónákvæm. Ég vissi ekki hvort það var átt við stjórnina í heimalandi leikstjórans eða Bandaríkjastjórn eða eitthvað annað. Einnig vil ég benda á það að ádeilan kemst ekki til skila ef fólk hættir að horfa vegna ógeðfelldrar aðalpersónu.
Að mínu mati er þetta pirrandi og langdregin mynd.
14. október 2007
Andlit fíkjutrésins
Þessi mynd var frekar spes.
Hún fjallar um fjögurra manna japanska fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn gistir í leiguíbúð til þess að geta gert við kraðak af rörum sem hann hafði sett upp mörgum árum áður. Það á að leggja lóðina undir aðra byggingu og hann er hræddur um að vera kærður fyrir hrákasmíðina þegar menn koma að skoða lóðina. Þegar hann er búinn að því labbar hann heim, sem vekur spurningar um hvers vegna hann þurfti að gista í leiguíbúðinni, en kannski er það til að hitta stúlkuna í glugganum á móti íbúðinni.
Fjölskyldufaðirinn er skýrasta og litríkasta persónan og það er skemmtilegt að fylgjast með hvað hann geri næst. Hann stjórnar atburðarrásinni þangað til hann fellur frá, og þá snýst frásögnin um eftirköst dauða hans. Aðrar persónur eins og móðirin og dóttirin hafa ekki eins skýr markmið; hlutirnir koma bara fyrir þær og þær reyna að takast á við þá.
Í myndinni eru nokkrar kvöldmatarsenur með skemmtilegum samtölum milli persónanna. Samtölin eru sterkasta hlið myndarinnar og sýna karakter persónanna, jafnvel þegar þær tala um hversdagslega hluti eins og uppáhaldsmat húsbóndans, smokkfiskainnyfli. Myndin er líka skemmtilega tekin og litrík.
Annars skildi ég ekki alveg tréð sem tákn í myndinni, því það blómstraði aldrei fyrr en fjölskyldufaðirinn var dáinn og konan komin með nýjan mann. Mér sýndist fjölskyldulífið vera barasta ágætt á meðan pabbinn var enn til staðar. Tréð blómstraði að vísu þegar dóttirin var lítil, og hún missti af fíkjunum vegna þess að pabbi hennar hafði borðað þær allar áður en hún vaknaði einn morguninn. Kannski var það hann sem kom í veg fyrir að fjölskylda hans og tréð blómstruðu.
Brotthvarf föðurins gerir hlutina þó ekki betri, bara öðruvísi, því að þótt tréð blómstri og dóttirin eignist barn, þá vill hún ekki fara í heimsókn til móður sinnar nú þegar hún er komin með nýjan mann. Mamman hverfur líka af og til inn í fortíðina og þá verður ekkert tjónkað við hana. Það er því erfitt að segja til um hver boðskapurinn sé, nema þá að fjölskyldan er það sem skiptir mestu máli.
Allt í allt; áhugaverð mynd sem batnar við það að pæla í henni eftir á.
Hún fjallar um fjögurra manna japanska fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn gistir í leiguíbúð til þess að geta gert við kraðak af rörum sem hann hafði sett upp mörgum árum áður. Það á að leggja lóðina undir aðra byggingu og hann er hræddur um að vera kærður fyrir hrákasmíðina þegar menn koma að skoða lóðina. Þegar hann er búinn að því labbar hann heim, sem vekur spurningar um hvers vegna hann þurfti að gista í leiguíbúðinni, en kannski er það til að hitta stúlkuna í glugganum á móti íbúðinni.
Fjölskyldufaðirinn er skýrasta og litríkasta persónan og það er skemmtilegt að fylgjast með hvað hann geri næst. Hann stjórnar atburðarrásinni þangað til hann fellur frá, og þá snýst frásögnin um eftirköst dauða hans. Aðrar persónur eins og móðirin og dóttirin hafa ekki eins skýr markmið; hlutirnir koma bara fyrir þær og þær reyna að takast á við þá.
Í myndinni eru nokkrar kvöldmatarsenur með skemmtilegum samtölum milli persónanna. Samtölin eru sterkasta hlið myndarinnar og sýna karakter persónanna, jafnvel þegar þær tala um hversdagslega hluti eins og uppáhaldsmat húsbóndans, smokkfiskainnyfli. Myndin er líka skemmtilega tekin og litrík.
Annars skildi ég ekki alveg tréð sem tákn í myndinni, því það blómstraði aldrei fyrr en fjölskyldufaðirinn var dáinn og konan komin með nýjan mann. Mér sýndist fjölskyldulífið vera barasta ágætt á meðan pabbinn var enn til staðar. Tréð blómstraði að vísu þegar dóttirin var lítil, og hún missti af fíkjunum vegna þess að pabbi hennar hafði borðað þær allar áður en hún vaknaði einn morguninn. Kannski var það hann sem kom í veg fyrir að fjölskylda hans og tréð blómstruðu.
Brotthvarf föðurins gerir hlutina þó ekki betri, bara öðruvísi, því að þótt tréð blómstri og dóttirin eignist barn, þá vill hún ekki fara í heimsókn til móður sinnar nú þegar hún er komin með nýjan mann. Mamman hverfur líka af og til inn í fortíðina og þá verður ekkert tjónkað við hana. Það er því erfitt að segja til um hver boðskapurinn sé, nema þá að fjölskyldan er það sem skiptir mestu máli.
Allt í allt; áhugaverð mynd sem batnar við það að pæla í henni eftir á.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)